Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann í Glerárdal

  • SYNAkureyri4

Laugardagur 20. apríl 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis í dag vélsleðamann sem slasaðist í Glerárdal og flutti hann á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrlan var stödd á Norðurlandi þegar aðstoðarbeiðnin barst Landhelgisgæslunni en hún tók í dag þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Langanesi.

Þegar þyrlan kom á vettvang voru bráðatæknar frá slökkviliði Akureyrar og  hópur frá björgunarsveitinni Súlum komnir á slysstað í og höfðu þeir búið vel um manninn. Var hann fluttur um borð í þyrluna og komu bráðatæknar með í fluginu sem tók fjórar mínútur, frá slysstað og að fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.


20042013_utkallGlerardalur
Frá slysstað í Glerárdal

WP_20130420_011
Þórshöfn en þar fór fram flugslysaæfingin um helgina.

Gunnolfsvfjall
Gunnólfsvíkurfjall

Myndir úr fluginu tók áhöfn þyrlu LHG

Þorgeir Baldursson tók myndir af þyrlunni þegar hún lenti við sjúkrahúsið á Akureyri.


SYNAkureyri

SYNAkureyri2

SYNAkureyri3

SYNAkureyri4