TF-GNA komin til Reykjavíkur

  • Kvisker13

Sunnudagur 28. apríl 2013 kl. 02:05

TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar var kvöld flutt með flutningabifreið frá Kvískerjum til Reykjavíkur og kom hún í flugskýli Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þyrlan TF-SYN flutti mannskap og búnað að Kvískerjum til að undirbúa GNA fyrir flutninginn og gekk framkvæmdin í alla staði mjög vel.  Ánægjulegt er að þyrlan sé nú komin í flugskýli Landhelgisgæslunnar og verður þá hægt að huga frekar að viðgerð hennar.

Fyrir helgi stóð til að þyrlan yrði flutt á mánudag en þar sem spáð er stormi á sunnudag var ákveðið að klára verkið í dag. Sérstakt hífingarbeisli þurfti til að flytja þyrluna á flutningapallinn og var það fengið að láni hjá Bristow þyrlufyrirtækinu í Aberdeen. Ákveðið var að framlengja gæsluflug TF-SIF í dag sem farið var um Suðaustur og Austurmið til að sækja búnaðinn og lenti SIF á Hornafjarðarflugvelli um það leyti sem SYN kom austur. Hefði annars þurft að bíða eftir búnaðinum fram yfir helgi og var álitið að of mikil áhætta fælist í að bíða svo lengi vegna veðurs sem hefði getað skaðað þyrluna.


Kvisker12
Tólf manns stóðu að verkefninu. Flugvirkjar, þyrluáhöfn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar á Stokksnesi, flugtæknistjóri og flugrekstarstjóri Landhelgisgæslunnar auk flutningabílstjóra sem voru fengnir til verkefnisins.

Kvisker1
Kvisker2
Þyrlan á Kvískerjum
Kvisker3
Blöðin fjarlægð

Kvisker5
Kvisker6

Kvisker7
Búið að pakka inn stjórnklefanum

Kvisker8
Kvisker9
Kvisker10
Þyrlan hífð upp

Kvisker11
Þyrlan komin á flutningapallinn

Kvisker13
Hópmyndataka