TF GNA væntanlega flughæf fyrir helgina

  • GNA1_haust2012

Mánudagur 29. apríl 2013

Eftir flutning á TF-GNA til Reykjavíkur síðastliðinn laugardag var þegar hafist handa við viðgerð. Vel gekk að finna bilunina og bíður flugtæknideild Landhelgisgæslunnar nú eftir varahlutum frá Noregi en búist er við þeim til landsins á morgun. Bilunin var í legu í aðalgírkassa vélarinnar, en ekki er þó þörf á að skipta um gírkassann þar sem viðgerð á honum getur farið fram hér heima. Reiknað er með að vélin verði orðin flughæf aftur fyrir helgi.

GNA_vidgerd
Höskuldur Ólafsson flugtæknitæknistjóri útskýrir fyrir Georg Kr. Lárussyni,
forstjóra LHG orsök bilunarinnar.

Skalva13jan11-163
Gná sækir slasaðan skipverja um borð í flutningaskipið Skalva