Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjófarendum að gæta öryggis

  • _MG_0566

Miðvikudagur 8. maí 2013 kl. 10:00.

Samvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eru nú 854 skip komin á sjó og strandveiðarnar í fullan gangi. Talsverður erill hefur verið hjá stjórnstöð og greiningardeild að undanförnu og nokkuð verið um óhöpp og minniháttar bilanir.

Tvö óhöpp hafa verið tilkynnt þar sem skipverja hefur tekið út af bátum. Í bæði skiptin tókst viðkomandi að komast með naumindum um borð aftur. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjófarendum að gæta öryggis og fara varlega.

Að sögn varðstjóra er togaraflotinn nokkuð dreifður, mest umferð þó fyrir Suður- og Vesturlandi og á Vestfjarðarmiðum. Fimm færeyskir línubátar eru einnig að veiðum út af SA- landi og fimmtán erlend skip komin á Reykjaneshrygg.

Hafís hefur nálgast landið rólega og var um 35 sml. af Vestfjörðum síðustu helgi samkv. gervitunglamyndum. Sjá hér.