Þór við æfingar með tundurduflaslæðurum

  • 009

Þriðjudagur 14. maí 2013

Varðskipið Þór hefur síðastliðna tvo daga verið við æfingar með skipum úr flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins sem eru nú í heimsókn hér við land. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og fá áhafnir skipanna margvíslega þjálfun m.a. er æft verklag við björgunaraðgerðir,gerðar siglingaæfingar, æfð leit að smygli í skipum,

aðstoð við löskuð skip, m.a. vegna leka og eldsvoða, dráttaræfingar ofl. Skipin æfa einnig tundurduflavarnir og eru þau vel búin til að leita að og eyða tundurduflum og sprengjum í sjó. Á morgun er áætlað að eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur verði við þjálfun og æfingar með skipunum.

Myndir v/s ÞÓR.

Nato-aefing-1.
Pólska skipið Czernicki tók Þór í tog og síðan var skipt um hlutverk
og Þór tók pólska skipið í tog.

Nato-aefing-5
Nato-aefing-4

Nato-aefing-3
Nato-aefing-6

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Hákon Örn Halldórsson yfirvélstjóri tók í dag.

049
Nokkrir úr áhöfn Þórs í brúnni. Frá vinstri: Aron Karl Ásgeirsson háseti, Halldór B. Nellett, skipherra, Magnús Pálmar Fannberg, stýrimaður, Pálmi Jónsson, yfirstýrimaður og Michal Dziugan, Commanding Officer og tengiliður pólska skipsins Czernicki meðan á æfingunni stóð.


009
Þór skaut línu yfir

020
Skipið komið í tog.

027
Pálmi Jónsson, yfirstýrimaður og Halldór B. Nellett skipherra fylgjast með aðgerðum úr brúnni

045

047
Pólska skipið Czernicki tók Þór í tog.