Þyrla LHG tók þátt í leit að erlendri ferðakonu

Laugardagur 1. júní 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 02:38 í nótt beiðni um aðstoð þyrlu frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leitar að ungri erlendri ferðakonu sem hefur ekki sést frá því hún lagði af stað um klukkan tíu í gærmorgun og ætlaði í Heydal. Búið var að svipast um eftir konunni án árangurs.

Þyrla var kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl.  03:18 til leitar. Leitað var í 3 ½ klst á svæðinu sem þyrluáhöfn var beðin um að einblína á og einnig hugsanleg svæði þar fyrir utan án árangurs. Ákveðið var að snúa þyrlunni til Reykjavíkur og mun lögreglan hafa samband að nýju ef nýjar upplýsingar koma fram. Fór þyrlan til eldsneytistöku á Ísafirði og lenti í Reykjavík kl. 09:04.

Mynd Gassi.