Varðskipið Þór á Bolungarvík og Flateyri um helgina

  • IMG_2017-(Large)

Mánudagur 3. júní 2013

Varðskipið Þór tók um helgina þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins á Bolungarvík og Flateyri. Farin var skemmtisigling með gesti frá Bolungarvík og var skipið opið til sýnis. Einnig tók áhöfnin þátt í kappróðri og öðrum viðburðum helgarinnar. Samtals fóru 743 farþegar með í siglingarnar en 494 gestir skoðuðu skipið á Bolungarvík.

Einnig veitti Landhelgisgæslan viðtöku heiðursviðurkenningu Menningar- og ferðamálaráðs Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur fyrir einstakt björgunarafrek þyrluáhafnar TF-LIF við strand Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012.

Hér eru myndir sem áhöfn Þórs tók um helgina.

Sjomannadagurinn-2013-005
Sigling um Djúp, Páll Pálson við hlið varðskipsins.

Sjomannadagurinn-2013-007
Sigling um Djúp.

Sjomannadagurinn-2013-008

Þór við bryggju á Flateyri á Sjómannadaginn.

IMG_2035-(Large)
Fjöldi fólks kom um borð

P1010886-(Large)
Afhending heiðursviðurkenningu Menningar- og ferðamálaráðs Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur

P1010889-(Large)

P1010892-(Large)
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur á móti viðurkenningunni


IMG_2033-(Large)
Fimm hundruð gestir í heimsókn

P1010865-(Large)
Eitthvað spennandi að skoða úr brúnni

P1010861-(Large)

P1010905-(Large)
Róðrarkeppnin