TF-LÍF sótti veikan skipverja NV af Bjargtöngum

  • TF-LIF_8434_1200

Sunnudagur 16. júní 2013

Landhelgisgæslunni barst snemma á sunnudagsmorgunn beiðni um aðstoð frá skipstjóra á fiskiskipi sem var staðsett um 53 sjómílur NV af Bjargtöngum. Skipstjóri fékk samband við þyrlulækni sem taldi nauðsynlegt að sækja veikan skipverja um borð. Hífð voru upp veiðarfæri skipsins og sigldi það til móts við þyrluna sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 06:31.

Komið var að skipinu kl. 07:36 og sigu sigmaður og læknir niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning. Var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Aðgerðum við skipið var lokið kl. 07:52 og var þá haldið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 08:55.