Ægismenn á reykköfunarnámskeiði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Föstudagur 11. nóvember 2005.

 

Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar þurfa að vera í stakk búnar til að bregðast við margvíslegum vandamálum á hafi úti.  Meðal annars þurfa áhafnirnar að geta slökkt eld um borð í skipum og jafnvel sækja fólk inn í brennandi skip.

 

Til þess að kunna réttu viðbrögðin fara reykkafarar og vettvangsstjórar varðskipanna reglulega á námskeið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) og þjálfa sig í reykköfun og slökkvistörfum á æfingasvæði þess við Úlfarsfell.  Starfsmenn SHS sjá um þjálfunina.

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi tók meðfylgjandi myndir á námskeiði sem Ægismenn fóru á nýlega.  Að þessu sinni var æfð leit og björgun, leitað var í gámum fullum af reyk og fólki bjargað út úr þeim.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

 

Hásetarnir á Ægi, Hinrik og Óskar, nýkomnir út úr reiknum, sótugir og fínir.

Þrír reykkafarar að koma út úr kófinu í fullum herklæðum