Tilkynnt um borgarísjaka NV af Horni

  • borgarisjaki_0

Mánudagur 12. ágúst 2013

Skip tilkynnti Landhelgisgæslunni í gær um þrjá stóra borgarísjaka  sem voru staðsettir 62 sjómílur NV af Horni. Ísinn sást vel í ratsjá. Í kjölfarið sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út siglingaaðvörun til sjófarenda en hætta getur einnig stafað af brotum úr ís á svæðinu.

Í liðinni viku fór TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar í gæsluflug undan ströndum Vestfjarða og sást þá stór borgarísjaki rétt fyrir utan Hornbjarg á Vestfjörðum. Ísjakinn var staðsettur um hálfa mílu frá landi og taldi áhöfn þyrlunnar að hann væri líklega strandaður. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til fólks að fara ekki út á borgarísjakann  en ísinn getur rekið hratt frá landi.

Hér eru hafískort frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sem sýna hafís og borgarísjaka á Grænlandssundi.

Sjá upplýsingar um hafís á heimasíðu Veðurstofunnar.

borgaris11082013

Horn