Þyrla sækir slasaðan veiðimann að Laxá í Dalasýslu

  • GNA1_haust2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:02 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að veiðimaður slasaðist við Laxá í Dalasýslu. TF-GNA var þá að koma tilbaka úr eftirlitsflugi um Vestfirði og Húnaflóa og eftir samráð við þyrlulækni ákveðið að fara á vettvang.

Hinn slasaði var ekki í lífshættu en talið var nauðsynlegt að hann yrði fluttur á sjúkrahús. Lent var við slysstað kl. 20:18 og var maðurinn fluttur um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:58.