Vitaferð farin með varðskipinu Ægi

Mánudagur 26. ágúst 2013

Varðskipið Ægir fór í sumar í vitaferð og voru með í för níu starfsmenn Vegagerðarinnar- siglingasviðs. Ferð sem þessi er farin árlega og felst hún í að aðstoða Vegagerðina (áður Siglingastofnun) við eftirlit með búnaði og viðhaldi á vitabyggingum með vitum landsins. Leiðangurinn stóð yfir frá 15. – 31. júlí og var á tímabilinu unnið við Þormóðsskersvita, Fjallaskagavita, Sléttueyrisvita, Hornbjargsvita og Hrólfsskersvita, m.a. voru lagfærðar steypuskemmdir og vitarnir síðan málaðir.

Hér má nálgast vitaskrá sem er gefin út af sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar.

Á síðu Vegagerðarinnar – Siglingasviðs segir: „Í umsjá stofnunarinnar eru 104 ljósvitar. Starfsmenn Vegagerðarinnar sinna eftirliti með búnaði og viðhaldi vitabygginganna. Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum“.

Myndir v/s Ægir.

Mynd á forsíðu er frá Hornbjargsvita.


Svörtuloftaviti



Hrólfsskersviti


Sléttueyrarviti