Ferjuslysaæfing undirbúin - Ægismenn æfa með sýslumanninum á Seyðisfirði

Mánudagur 7. nóvember 2005.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra nýlega á Seyðisfirði er varðskipsmenn á Ægi voru ásamt fleiri viðbragðsaðilum á upprifjunarnámskeiði og skrifborðsæfingu fyrir vettvangsstjórnun.  Þetta er hluti af undirbúningi vegna almannavarnaæfingarinnar Seyðisfjörður 2005 þar sem líkt verður eftir ferjuslysi.  

Skrifborðsæfingin fjallaði almennt um vettvangsstjórn, til dæmis þegar skriðuföll eða snjóflóð verða.  

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Einar H. Valsson yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi, Ástríður Grímsdóttur sýslumaður, Halldór Benóný Nellett skipherra á varðskipinu Ægi, Einar Sigurgeirsson varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga og hafnarstjórinn á Seyðisfirði.  Þau notuðu leikfangabíla og kubba til að sviðsetja aðstæður og gera þær sem eðlilegastar. 


Ferjan Norræna og varðskipið Ægir í höfn á Seyðisfirði.  Greinilegt er að á þeim er talsvert mikill stærðarmunur.  Varðskipið Ægir er um 1000 brúttótonn en Norræna 35.966 brúttótonn.