Kona féll af hestbaki og slasaðist - áhöfn Lífar flutti hana á sjúkrahús

Föstudagur 4. nóvember 2005.

Læknir í Laugarási hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum í dag og óskaði eftir þyrlu til að sækja konu sem hafði fallið af hestbaki en talið var að hún væri alvarlega slösuð.  Konan hafði verið á hestbaki við Syðra Langholt í Hrunamannahreppi. 

Áhöfn Lífar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út kl. 11:29 og fór í loftið kl. 11:55.  Þyrlan lenti við bæinn Birtingaholt tuttugu mínútum síðar en þar beið konan í sjúkrabíl.  Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 12:41.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.