Fékk viðurkenningu fyrir 5000 hífingar

Föstudagur 4. október 2013

Jón Erlendsson yfirflugvirki og spilmaður fékk í dag veitta viðurkenningu fyrir þann merka áfanga að hafa tekið 5000 hífingar á þyrlum Landhelgisgæslu Íslands. Jón hóf störf hjá LHG í október 1997 og hefur verið í þyrluáhöfn síðan 1998.


Reynir B. Brynjarsson, yfirspilmaður afhendir Jóni viðurkenninguna.