Norrænir sérfræðingar í sjókortagerð hittust í Reykjavík

Mánudagur 7. október 2013

Á dögunum hittist í Reykjavík vinnuhópur norrænna sérfræðinga í gerð sjókorta, Nordic Chart Production Expert Group. Vinnuhópurinn er skipaður af norræna sjómælingaráðinu (Nordic Hydrographic Commission). Sérfræðingarnir hittast á tveggja til þriggja ára fresti til að ræða sameiginleg málefni en þau geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi um efni sem rætt er á þessum fundum má nefna hvernig staðið er að þjálfun sjókortagerðarmanna, hvernig framsetning er á tilteknum fyrirbærum sem sett eru í sjókort og hvernig best er að geyma gögn og vinna úr þeim.

Með þessari vinnu getur sparast mikill tími sem færi í rannsóknir og þróun á vinnuferlum auk þess sem ómetanleg tengsl myndast sem skila sér í hagræði í vinnu og jafnvel beinum fjárhagslegum sparnaði. Þetta er í annað sinn sem fundur hópsins er haldinn á Íslandi. Síðast var fundurinn hér á landi árið 2001. Næsti fundur verður væntanlega í Danmörku 2015.


Hér er glæra frá fundinum sem segir að aðeins er búið að mæla rúmlega 20% af landhelginni umhverfis Svalbarða og Jan Mayen með nútíma mælingum. Vandamál snýr einnig að Dönum, en þeir bera ábyrgð á mælingum við Grænland. Í raun snertir þetta líka Landhelgisgæsluna sem er viðbragðsaðili ef t.d. skemmtiferðaskip lendir í óhappi við austurströnd Grænlands.


Sjókortið er sýnir efnahagslögsögu Íslands.