Hélt fyrirlestur um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum

Fimmtudagur 24. október 2013

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hélt í gærmorgun fyrirlestur á alþjóðlegu hafísráðstefnunni  International Ice Charting Working Group (http://nsidc.org/noaa/iicwg/) sem haldin er í Háskóla Íslands. Erindi Snorre fjallaði um leitar og björgunaraðgerðir á hafíssvæðum en hann hefur verið helsti tengiliður Landhelgisgæslunnar vegna æfingarinnar Sarex Greenland Sea sem haldin er árlega í samstarfi við þjóðir Norður Heimskautsráðsins (nánar um æfinguna).

Á hafísráðstefnunni er fjallað um hafísrannsóknir, hafíseftirlit, ískortagerð, staðla, öryggismál á sjó, samskipti við sjófarendur, miðlun upplýsinga, fjarkönnunarmál, og síðast en ekki síst samspil hafíss við veðurfarsbreytingar og framtíðarhorfur.

Ráðstefnan er helsti samstarfsvettvangur þeirra sem koma að hafísmálum og samskiptum við sjófarendur. Aðildarríkin skiptast á að halda ráðstefnuna, en Ísland var síðast gestgjafi árið 2000. Skipuleggjendur ráðstefnunnar hér á landi eru Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands, en Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslan, Siglingastofnun og fleiri stofnanir og fyrirtæki munu einnig tengjast henni, sem og notendur hafísupplýsinga.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér: http://nsidc.org/noaa/iicwg/docs/IICWG-2013/Provisional_Agenda-Rev_2.pdf

Efri myndin sýnir farþega skemmtiferðaskipsins MS Maxim Gorkíj, með 953 um borð, sem sigldi á ísjaka við Svalbarða árið 1989. Mynd: Odd Mydland.

Sjá frétt Morgunblaðsins af óhappi Maxim Gorkij

Snorre Greil fjallar um björgunaraðgerðir á hafíssvæðum á ráðstefnunni.