Varðskipið Þór undirbýr að draga Fernanda aftur frá bryggju - eldur blossaði aftur upp í skipinu

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið Fernanda til hafnar í morgun og hafði ferðin gengið vel.  Skömmu eftir komuna blossaði eldur aftur upp um borð í Fernanda og var um mikinn eld og reyk að ræða.  Landhelgisgæslan tók því ákvörðun, í samráði við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Umhverfisstofnun að draga skipið út aftur og koma því á stað þar sem varðskipið gæti auðveldar athafnað sig við slökkvistörf og um leið draga úr hættu á umhverfisvá vegna elds og reyks.

Nú er dráttartaug komin á mili skipanna og er varðskipið Þór um það bil að leggja af stað frá bryggju.  Aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar og mikill reykur.

Hér eru myndir sem voru teknar úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun.