Þór vinnur áfram að kælingu Fernöndu

Sunnudagur 3. nóvember 2013

Varðskipið Þór er enn með flutningaskipið Fernöndu í togi 66 sjómílur vestur af Garðsskaga. Í gær var sjó sprautað á skrokk flutningaskipsins til að kæla hann og er talið að eldurinn sé slokknaður. Enginn reykur stígur frá skipinu en mikil gufa myndast þegar vatni er sprautað á það sem bendir til að skipið sé mjög heitt. Áætlað er að halda áfram að sprauta á skipið til hádegis og tengja þá dráttartaug aftur við skipið og draga það inn fyrir Garðskaga í Faxaflóa.

Ekki hefur verið ákveðið hvert næsta skref verður en taka verður tillit til þess að útlit er fyrir hvassviðri í kvöld og getur þá skapast hætta á að skipið sökkvi. Þegar ákveðið verður að fara um borð í skipið til að kanna aðstæður verður nauðsynlegt að gera það í skjóli.

Átján manns er í áhöfn Þórs og auk þeirra eru um borð sex slökkviliðsmenn frá frá slökkviliði höfðuðborgarsvæðisins.