Leitað að neyðarsendi suður af Reykjanesskaganum

Föstudagur 28. október 2005.

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í loftið kl. 13:50 til að reyna að finna neyðarsendi sem hefur sent neyðarskeyti um gervihnött frá því í morgun.  Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, hefur einnig verið sendur til leitar. Svo virðist sem neyðarsendirinn sé staðsettur suður af Reykjanesskaganum.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga hefur haft samband við skip og báta á svæðinu en enn er ekki vitað hvaðan neyðarskeytin koma.

Flugvélar í aðflugi til Keflavíkur hafa flogið yfir svæðið og hafa ekki orðið varar við neyðarsendingarnar.  Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Grindavík hefur einnig reynt að miða út neyðarsendingarnar úr bifreiðum í landi.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.