Staðan fljótlega endurmetin með Eimskip. Goðafoss heldur sjó og ástand stöðugt. 

  • SIF_MG_1474

Mánudagur 11. nóvember kl. 08:50

Landhelgisgæslan hefur nú fengið þær upplýsingar frá áhöfn Goðafoss að þeim hefur tekist að slökkva allan eld í skipinu. Verið er að meta skemmdir og unnið að því að ná fullu afli á aðalvél. Skipið heldur sjó og ástandið stöðugt. Staðan verður fljótlega endurmetin með Eimskip.

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar verður yfir Goðafossi um klukkan 09:00 og mun þaðan kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði,  ef þörf verður á aðkomu þeirra. Þór er á leið fyrir Garðskaga og heldur áleiðis á vettvang þar til Eimskip metur stöðuna þannig að ekki sé þörf á aðstoð hans.

Færeyska varðskipið Brimill er á leið á vettvang og áætlar að vera hjá Goðafossi kl.13:30.

Arnarfell er komið að Goðafossi.