TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar við flutningaskipið  Goðafoss

Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 09:45

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar er nú við flutningaskipið  Goðafoss 70 sml V-af Færeyjum. Í framhaldinu mun flugvélin kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar bíða nú áttekta á Höfn í Hornafirði og varðskipið Þór heldur áleiðis á vettvang.

Skipið heldur sjó og er ástandið stöðugt. Tekist hefur að slökkva eld um borð í Goðafossi og er nú unnið að því að kanna aðstæður um borð og ná fullu afli á aðalvél skipsins.

Flutningaskipið Arnarfell er komið að Goðafossi og færeyska varðskipið Brimill er á leið á vettvang og áætlar að vera hjá Goðafossi kl.13:30.