Kafarar Landhelgisgæslunnar vinna við að losa nótina úr skrúfu síldveiðiskipsins Hákons EA-148

Miðvikudagur 26. október 2005.

Nú eru 6 kafarar frá Landhelgisgæslunni að vinna við að losa nótina úr skrúfu síldveiðiskipsins Hákons EA-148 í Sundahöfn en varðskipið Ægir kom með Hákon til Reykjavíkur snemma í morgun.  Vel gekk að draga skipið til hafnar að sögn Halldórs Nellett skipherra á Ægi og er búist við að köfurunum takist að ná nótinni úr skrúfunni í kvöld.

Meðfylgjandi mynd tók Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi af síldveiðiskipinu Hákoni er varðskipið var með það í drætti í gær.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.