TF-SYN kom til landsins í nýjum lit

Föstudagur 21. mars 2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN kemur til landsins í kcöld en síðastliðna mánuði hefur hún verið í umfangsmikilli skoðun og viðhaldi í Noregi.  Settur var í þyrluna nætursjónaukabúnaður sem gerir hana mun hæfari til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land. Þyrlan var einnig máluð í nýjum áberandi appelsínurauðum lit sem til stendur að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar beri í framtíðinni.

Landhelgisgæslan telur að þessi litur hæfi betur björgunarþyrlunum þar sem hann er mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki. Algengt er að björgunarþyrlur og flugvélar, sérstaklega á Norðurslóðum, séu málaðar í áberandi litum.

Myndir sem Jón Páll Ásgeirsson tók við komu þyrlunnar til landsins.


Áhöfn þyrlunnar sem flaug henni frá Noregi til Íslands,
Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, Andri Jóhannesson flugmaður og
Óskar Óskarsson, flugvirki og spilmaður.