Eftirlits- og gæsluflug TF-SIF

Fimmtudagur 10. apríl 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í gæslu og eftirlitsflug í gær þar sem fylgst var með umferð á miðunum umhverfis landið. Talsvert hefur fjölgað á sjó í blíðviðrinu að undanförnu og komu samtals 670 skip og bátar inn í fjareftirlitskerfi flugvélarinnar,  innan og utan hafna.

Haft var samband við báta og skip sem voru að veiðum, bæði til að fá upplýsingar um aflabrögð og eins til að upplýsa um bannssvæði. Ekkert athugavert var að sjá og virtust allir vera með fjareftirlits- og öryggisbúnað í lagi.

Ágætt veður var í 18.000 fetum, breytileg átt, 3-10 hnútar og 7/8 skýjað.

Flugleið vélarinnar.


Ratsjárþekja.