Leki kom að fiskibát 20 sml NV af Látrabjargi

  • GNA2

Miðvikudagur 7. maí 2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 13:01 aðstoðarbeiðni frá tæplega sjö tonna bát með einn mann um borð sem var að veiðum um 20 sjómílur NV af Látrabjargi.  Leki hafði kominn að bátnum og var hann orðinn nokkuð sig­inn. Samstundis var óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta, björgunarskipið á Patreksfirði var kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flaug á staðinn með dælur. Um tíu mínútum síðar voru bátar komnir að honum og búið var að tryggja öryggi skip­verjans.

Klukkan 13:44 var útséð var með að bátnum yrði bjargað og fór skipverjinn þá um borð í nærstaddan bát. Aðstoð þyrlu og björgunarskips var þá afturkölluð. Klukkan 14:22 var tilkynnt að báturinn væri sokkinn.