Eyddu æfingadjúpsprengju á Breiðamerkursandi

Sunnudagur 12. maí 2014

Sprengjusérfræðingar Land­helg­is­gæsl­unnar eyddu í kvöld rússneskri æfingadjúpsprengju sem hafði rekið á land á Breiðamerkursandi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um torkennilegan hlut á sandinum frá lögreglunni á Hornafirði og var ákveðið að senda sprengjusérfræðingana á staðinn með þyrlunni TF-SYN. Farið var í loftið kl. 19:36 og lent kl. 20:46 um 1,4 sjómílur frá staðnum. Lögreglan á Hornafirði tók á móti sprengjusérfræðingunum og flutti þá ásamt búnaði á staðinn. Gekk eyðing sprengjunnar vel og var síðan haldið aftur í bæinn og lent í Reykjavík kl. 23:02.

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar fær reglulega tilkynningar vegna vegna sprengna sem geta enn verið virkar og því afar hættulegar. Þær eru úr stáli og öðrum málmum sem tærast hægt. Slíkar sprengjur finnast oftast í fjörum og í grennd við fyrrum æfingasvæði hermanna, einnig er nokkuð um að þær finnist á fjöllum

Brýnt er fyrir fólki að ef það finnur sprengjur eða hluti sem það telur vera sprengjur, er mikilvægt að hafa samband við lögreglu, 112 eða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Einnig er gott að fá sendar myndir og staðsetningu en í dag eru flestir með slíka möguleika í símum sínum.