Selskersviti kominn í gagnið á ný

Miðvikudagur 12. október 2005.

Áhafnir varðskipa sinna fjölbreytilegum verkefnum. Meðal annars sér Landhelgisgæslan um viðhald vita fyrir Siglingastofnun. 

Á meðfylgjandi myndum sem Guðmundur Rúnar Jónsson stýrimaður á Tý tók á dögunum má sjá léttbát varðskipins Týs við Selsker á Húnaflóa. Selskersviti var hættur að lýsa og við athugun varðskipsmanna kom í ljós að ljósnemi í vitanum var bilaður.  

Hreggviður Símonarson stýrimaður og Unnþór Torfason vélstjóri fóru því upp í vitann og skiptu um ljósnema svo nú er hann farinn að vísa sjófarendum veginn á ný. Í bátnum eru Hreinn Vídalín bátsmaður og Rögnvaldur K. Úlfarsson háseti.


Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.