Ægir sinnir eftirliti á íslenska hafsvæðinu

  • IMGP7011

Miðvikudagur 5. júní 2014

Varðskipið Ægir er nú við eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Með í för eru vísindamenn sem munu vera við botnsýnatöku og er í ferðinni gert er ráð fyrir að skipið muni sinna vinnu við ljósdufl ásamt almennum eftirlits- og löggæslustörfum.

Meðalaldur áhafnar varðskipsins er með því lægra sem hefur sést á síðastliðnum árum og í fyrsta sinn sem Andri Leifsson, gegnir stöðu yfirstýrimanns. Aðrir skipstjórnarmenn eru Gísli Valur Arnarson, annar stýrimaður og Magnús Pálmar Jónsson,þriðji stýrimaður. Þess má ennfremur geta að þegar skipið lagði úr höfn voru 33 ár síðan Einar Valsson skipherra hóf störf hjá Landhelgisgæslunni, þá sem 15 ára gamall „messagutti“. Hann hefur síðan þá auk þess að klára stýrimannaskólann gegnt störfum sem háseti, bátsmaður, stýrimaður og undanfarin fimm ár sem fastráðinn skipherra.


Frá vinstri: Einar Valsson skipherra, Andri Leifsson, yfirstýrimaður, Gísli Valur Arnarson, annar stýrimaður og Magnús Pálmar Jónsson, þriðji stýrimaður.