Ferjuflugvél lenti heilu og höldnu á Egilsstöðum

  • _MG_0659

Föstudagur 4. júlí 2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 neyðarkall frá ferjuflugvél með einn mann um borð sem var staðsett yfir Héraðsflóa, um 15 sjómílur frá Egilsstöðum. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjá og voru þá lögregla og björgunarsveitir kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.  Flugvélin birtist síðan að nýju á radar og lenti hún heilu og höldnu á Egilsstöðum kl. 17:25. Voru þá allar björgunareiningar afturkallaðar.