Varðskip og þyrla LHG sóttu ferðamenn á Hornstrandir

Laugardagur 5. júlí 2014

Landhelgisgæslan fór í gær til aðstoðar tveimur hópum ferðamanna sem voru staddir í Hornvík á Jökulfjörðum og Veiðileysufirði. Veður á þessu svæði hefur verið afar slæmt að undanförnu og spáin næstu daga ekki góð. Því leit út fyrir að erfitt yrði að nálgast fólkið á næstunni með áætlunarferðum.

Lögreglan á Ísafirði og landverðir á svæðinu höfðu verið í sambandi við Landhelgisgæsluna vegna þessa og var því ákveðið að senda varðskipið Þór, sem var við eftirlit úti fyrir Vestfjörðum,  inn á Veiðileysisfjörð þar sem sex manna hópi ferðamanna var boðið far til byggða. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN við hefðbundið eftirlit út af Vestjörðum og renndi við það tækifæri við í Hornvík þar sem vitað var um sjö manna hóp í tjöldum. Þeim var jafnframt boðið far til byggða en hluti hópsins var orðin blautir og kaldur. Fólkið var flutt til Ísafjarðar.



Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Mynd v/s Þór


Mynd v/s Þór


Mynd v/s Þór


Mynd JPA