Aðmíráll danska flotans kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Föstudagur 3. október 2014


Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók í dag á móti Frank Trojan aðmírál danska flotans, ásamt samstarfsmönnum í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar. Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf við Joint Arctic Command í Nuuk á Grænlandi sem eru höfuðstöðvar Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum.

Að kynningu lokinni var heimsótt sjómælinga- og siglingaöryggissvið, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð þar sem starfsmenn almannavarnardeildar RLS fóru í gegnum aðgerðir vegna Bárðarbungu og stöðu eldstöðvarinnar í Holuhrauni. Var síðan haldið í flugdeild Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem kynnt var starfsemi flugdeildarinnar, geta og eftirlitsbúnaður TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. 



Landhelgisgæslan hefur ætíð átt í miklu samstarfi við danska flotann sem annast eftirlit-, löggæslu, leit og björgun við Grænland og Færeyjar. Reglulega eru haldnar sameiginlegar æfingar og á Landhelgisgæslan í daglegu samstarfi við Arktisk Kommando (MRCC Grønland - Joint Arctic Command) sem varð til árið 2012 við sameiningu stjórnstöðvanna á Grænlandi og í Færeyjum.  Varðskip danska flotans sem og loftför flughersins sem starfrækt eru frá Grænlandi, umhverfis Færeyjar og annarstaðar á norðlægum slóðum heyra undir höfuðstöðvarnar og skiptast stjórnstöðvarnar daglega  á upplýsingum til að hafa sem gleggsta stöðumynd af hafsvæðinu umhverfis Ísland, Grænland og Færeyjar.

 Delegation from Danish FleetKontreadmiral VFK Frank Trojahn  Commander Chief for 1. Eskadre Lars H. HansenChief for TRITON, Commander Captajn Søren TverstedChief for Ejnar Mikkelsen, Captajnløjtnant Jørgen BruunTRITON Commander Captajn Mogens Christens   Adjudant for Chief of  Marinestaben VFK Captajnløjtnant Henrik Winther

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Asgrímur L. Asgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs,Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs,Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri



Björgólfur Ingason aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kynnti starfsemina


Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður í TF-SIF kynnti getu flugvélarinnar, eftirlits- og ratsjárbúnað.


Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri spjalla við Frank Trojan aðmírál.