Uppfærðar upplýsingar varðandi björgunaraðgerð v/s Týr

  • LHG_Frontex_SamvinnaAegirSif

Föstudagur 2. janúar 2014 kl. 00:30

Uppfærðar upplýsingar um aðgerðir varðskipsins Týs

Varðskip Landhelgisgæslunnar, v/s Týr er nú í umfangsmikilli björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi, undan ströndum Ítalíu.  Samkvæmt upplýsingum skipherra eru aðstæður afar erfiðar og skipið í þungum sjó.  Um er að ræða neyðarkall frá flutningaskipi sem heitir Ezadeen og siglir stjórnlaust á fullri ferð, þar sem áhöfn skipsins virðist hafa yfirgefið það.  Talið er að um borð séu allt að 400 flóttamenn, þar af tugir barna og kvenna.  Ekki er vitað nákvæmlega um ástand fólksins en þó er ljóst að vistir, meðal annars vatn er á þrotum.   

Varðskipið Týr hefur verið í sambandi við skipið frá því síðla dags og samkvæmt upplýsingum hefur nú tekist að koma fjórum Landhelgisgæslumönnum yfir í skipið með léttabát frá varðskipinu til að freista þess að ná tökum á stjórn skipsins og hlúa að flóttamönnunum.  Nú er beðið eftir þyrlu frá ítölsku strandgæslunni með vistir, vatn og aðstoð.    

Hjálparbeiðni barst til varðskipsins Týs frá skipinu um klukkan 16:00 í dag en varðskipið var þá statt í um eins og hálfs tíma siglingu frá flutningaskipinu.  Týr er eina skipið á svæðinu sem stendur.