Kona fannst látin eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi - eins manns saknað

Laugardagur 10. september 2005.

Staðan í aðgerðum á Viðeyjarsundi er að kafarar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum fundu konu sem leitað var að eftir að skemmtibátur lenti á skeri og sökk á Viðeyjarsundi í nótt. Konan var látin. Leit stendur nú yfir af karlmanni sem saknað er og eru fjörur gengnar frá Geldinganesi út á Seltjarnarnes ásamt því að leit fer fram á sjó og úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú er unnið að því að lyfta bátnum upp með pramma og koma honum í land.

Sameiginleg fréttatilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.