Þyrla danska varðskipsins Triton í flugskýli LHG

Miðvikudagur 7. janúar 2015

Lynx þyrla danska varðskipsins Triton er nú staðsett í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem flugvirkar danska sjóhersins vinna að reglubundinni skoðun hennar. Gert er ráð fyrir að skoðunin taki u.þ.b. viku. 

Landhelgisgæslan er með samning við danska sjóherinn sem er að jafnaði með Lynx þyrlur um borð í skipum sínum sem eiga viðdvöl hér við land. Hafa þær reglulega verið í viðbragðsstöðu fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar upp koma lengri sjúkra- eða björgunarflug.  Samstarf Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.

Mynd af Lynx þyrlu í æfingu með varðskipinu Tý við Grænland.


Mynd flugdeild LHG.