Slasaður vélsleðamaður sóttur í Hlíðarfjall

  • GNA2

Miðvikudagur 14. janúar 2014

Landhelgisgæslu Íslands barst kl. 17:42 beiðni frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að þyrla yrði kölluð út eftir að maður slasaðist á vélsleða í Hlíðarfjalli. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 18:26 og flaug beint á slysstað þar sem var lent kl. 19:40.  Maðurinn var fluttur um borð í þyrluna og var lent við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 19:53.

Björgunarsveitarmenn voru komnir til mannsins upp úr klukkan hálf sex en vegna erfiðra aðstæðna á slysstað var tekin ákvörðun um að kalla til þyrluna.