Vaktstöð siglinga kynnt á sjávarútvegssýningunni

Föstudagur 9. september 2005.

Margt var um manninn á sjávarútvegssýningunni í dag en þar var meðal annars kynnt vaktstöð siglinga sem Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg reka í sameiningu samkvæmt þjónustusamningi við Siglingastofnun.  Vaktstöðin er til húsa í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Neyðarlínan sér um húsnæðismál og fjármál stöðvarinnar og á fulltrúa í stjórn hennar, Slysavarnarfélagið lagði til starfsmenn og tæki frá sjálfvirku tilkynningarskyldunni og er með fulltrúa í stjórn stöðvarinnar og Landhelgisgæslan fer með faglega stjórn í stöðinni og á fulltrúa í stjórn hennar ásamt því að reka stjórnstöð sína frá vaktstöðinni.  Siglingastofnun ber stjórnsýslulega ábyrgð á stöðinni og hefur eftirlit með rekstri hennar samkvæmt þjónustusamningi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá forsvarsmenn þeirra stofnana, félaga og fyrirtækja sem eiga aðild að vaktstöðinni.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.


Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður vaktstöðvar siglinga, Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Baldur Bjartmarsson forstöðumaður rekstrarsviðs Siglingastofnunar, Stefán Eiríksson skrifstofustjóri á dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráðuneytisins og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý. (Mynd DS)


Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður vaktstöðvar siglinga segir frá starfseminni. Með honum á myndinni eru Inga Hanna Guðmundsdóttir sem verður starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar næsta árið í afleysingum fyrir Svanhildi Sverrisdóttur og Björn Júlíusson starfsmaður vaktstöðvar siglinga sem kynnti vef vaktstöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni en hann hefur m.a. unnið við hönnun vefsins.


Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar bera saman bækur sínar.
(Mynd: Birkir Agnarsson kennari - yfirstýrimaður Slysavarnaskóla sjómanna).