Áhöfnin á TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann suður af Hlöðufelli

Nú rétt rúmlega fjögur í dag óskaði lögreglan á Selfossi eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslyss suður af Hlöðufelli.  Fór þyrlan TF-LIF í loftið aðeins rúmum tuttugu mínútum síðar og lenti við slysstað kl. 17.11.  Slæmt skyggni var á staðnum. 

Vel gekk að koma hinum slasaða um borð og var flogið af stað áleiðis til Reykjavíkur rétt rúmum fimm mínútum síðar.  Þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:38.