Kynning á Northern Challenge 2005 á Keflavíkurflugvelli

Þriðjudagur 30. ágúst 2005.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag er Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, starfsmönnum ráðuneyta, opinberra stofnana og fjölmiðlum var boðið að skoða búnað sprengjueyðingarsveita sem taka þátt í æfingunni Northern Challenge 2005.  Einnig var sýnt þegar vélmenni eyddi bílasprengju sem komið hafði verið fyrir í nærstöddum bíl.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./fjölmiðlaftr.


Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ræða við Jan Eirik Finseth aðmírál í norska sjóhernum.


Vélmennið að eyða bílasprengjunni.


Sprengjusérfræðingar ásamt búnaði sínum.


Sigurður Ásgrímsson sprengjusérfræðingur afhenti Birni Bjarnasyni dóms- og kirkjumálaráðherra bol með áletruninni:  I survived EOD Exercise Northern Challenge Iceland 2005.


Dönsku sprengjusérfræðingarnir ræða við Georg Kr. Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar og Adrian King sprengjusérfræðing hjá Landhelgisgæslunni.

Myndir DS.