Varðskipið Týr siglir til móts við gúmmíbát norður af Líbýu að beiðni ítalskra yfirvalda og Frontex

Varðskipið Týr hefur fengið beiðni frá ítölskum yfirvöldum í samstarfi við Landamærastofnun Evrópusambandsins, FRONTEX, um að sigla til móts við gúmmíbát með hugsanlega flóttamenn um borð en báturinn er nú staddur um 18 sjómílur norður af Líbýu. Er áætlað að Týr verði kominn á vettvang um tvöleytið í nótt.