Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur slasaðan göngumann og aðstoðar Almannavarnir við eftirlitsmyndavélar við Holuhraun

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í dag slasaðan mann af Þveráregg í sunnanverðum Vatnajökli en maðurinn hafði slasast á göngu. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg en hann var illa göngufær og gönguleiðin niður mjög erfið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið austur vegna verkefnis í Holuhrauni fyrir Almannavarnir og var því ákveðið að flytja manninn niður í leiðinni. Þyrlan hélt svo af vettvangi upp í Holuhraun þar sem verið er að skipta um og lagfæra eftirlitsmyndavélar með Almannavörnum.