Varðskipið Týr til sýnis á Fiskideginum mikla á Dalvík

Mánudagur 8. ágúst 2005.

Varðskipið Týr var í höfn á Dalvík um helgina og þar gátu gestir Fiskidagsins mikla komið um borð og skoðað skipið.

Áhöfn varðskipsins tók meðfylgjandi myndir á meðan á hátíðahöldunum stóð en alls komu um 4600 gestir um borð í skipið.

Sjá heimasíðu Fiskidagsins mikla á slóðinni:

http://fiskidagur.muna.is/

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.


Sæunn háseti vaktar landganginn.


Alls komu 4600 manns að skoða varðskipið Tý.


Margt forvitnilegt að skoða, m.a. blómum skrýdd fallbyssa.


Flugeldar lýsa upp varðskipið Tý við höfnina á Dalvík.