Fyrsta heimsókn færeysks varðskips til Íslands - Áhöfn Brimils heimsækir Landhelgisgæsluna

Fimmtudagur 4. ágúst 2005.

Í gær sigldi færeyska varðskipið Brimil frá Reykjavík eftir að skipherra og áhöfn varðskipsins höfðu heimsótt Landhelgisgæsluna.  Þetta er í fyrsta skipti sem færeyskt varðskip kemur til Íslands.

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbjörg Guðmarsdóttir er forstjóri og skipherrar Landhelgisgæslunnar fóru um borð í Brimil og heilsuðu upp á skipherra og áhöfn skipsins og þegar skipið sigldi úr höfn síðdegis í gær.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./ upplýsingaftr.



Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jákúp M. E. Muller skipherrann á Brimli og Kristján Þ. Jónsson framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar bera saman bækur sínar í brúnni á Brimli.


Brimil siglir úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Færeyja.