Tveir línubátar teknir fyrir ólöglegar veiðar

Þriðjudagur 2. ágúst 2005.

Varðskip Landhelgisgæslunnar stóð tvo línubáta að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum í nótt.  Þau voru að veiðum á svæði sem er lokað skv. reglugerð nr. 809/2002 um friðunarsvæði við Ísland en reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Skýrslur löggæslumanna á varðskipi Landhelgisgæslunnar verða sendar til sýslumannsins á Blönduósi en Landhelgisgæslan óskaði eftir því að lögreglan tæki á móti bátunum, yfirheyrði skipstjórana og fylgdist með hversu mikill afli kæmi upp úr þeim.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.