Myndir af flutningi flugvélarinnar Cessna 180 TF-IOO sem hlekktist á í Fljótavík 15. júlí

Fimmtudagur 28. júlí 2005.

Meðfylgjandi myndir voru teknar eftir að Cessna 180 flugvélinni TF-IOO hlekktist á í Fljótavík 15. júlí s.l.  Engin meiðsl urðu á fólki en TF-LIF flutti 2 menn frá Flugslysanefnd, 1 mann frá Flugmálastjórn og einn rannsóknarlögreglumann frá Ísafirði á staðinn. 

Taka þurfti vélina í sundur og flytja hana út í varðskipið Óðinn sem lá skammt frá í Fljótavíkinni. Varðskipið flutti hana síðan til hafnar á Ísafirði.

Myndirnar tóku áhafnir þyrlunnar TF-LIF og varðskipsins Óðins.


Reynir G. Brynjarsson flugvirki og Sigurður Ásgeirsson flugstjóri taka eldsneyti af flugvélinni fyrir flutning út í varðskipið Óðinn.


Annar vængur vélarinnar tekinn af. Góð samvinna áhafnar þyrlunnar TF-LIF og áhafnar varðskipsins Óðins.


TF-LIF lögð af stað með skrokk flugvélarinnar.


TF-LIF og léttbátur varðskipsins Óðins á leið með flugvélina að varðskipinu Óðni.


Einar Valsson yfirstýrimaður og Linda Ólafsdóttir háseti bíða á pallinum á Óðni. 


Búið að flytja skrokk vélarinnar út í varðskipið Óðinn og næsta skref að sækja vængina.