Varðskipsnemar kynna sér starfsemi flugdeildar Landhelgisgæslunnar

Miðvikudagur 27. júlí 2005.

 

Eins og sagt hefur verið frá á heimasíðunni fara nemendur úr 10. bekkjum grunnskóla í námsferðir með varðskipum Landhelgisgæslunnar á sumrin.  Færri komast með í þessar ferðir en sækja um.

Ferðirnar byrja ávallt með því að nemendurnir heimsækja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar, höfuðstöðvarnar á Seljavegi 32 þar sem skrifstofa Landhelgisgæslunnar, Sjómælingar Íslands, varðskipatæknideild og sprengjudeild eru til húsa, flugdeildina á Reykjavíkurflugvelli og varðskýlið á Faxagarði. Stjórnstöðin er flutt í Skógarhlíð 14 þannig að starfsemi Landhelgisgæslunnar er nokkuð dreifð um þessar mundir.

 

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður tók meðfylgjandi myndir þegar varðskipsnemar voru að kynna sér starfsemi flugdeildar og flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.


Á fyrri myndinni er Tómas Vilhjálmsson flugvirki að sýna varðskipsnemunum búnað TF-LIF og á seinni myndinni stilla varðskipsnemarnir sér upp fyrir framan þyrluna.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.