Sprengiefnistunna frá stríðsárunum kom í dragnót skipsins Aðalbjargar RE-5

Miðvikudagur 22. júní 2005.

Skipstjórinn á Aðalbjörgu RE-5 hafði samband við Landhelgisgæsluna í morgun og óskaði eftir aðstoð vegna torkennilegs hlutar sem hann hafði fengið í dragnót.  Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fengu far með björgunarbát björgunarsveitarinnar Mannbjargar út í skipið sem var statt út af Þorlákshöfn og kom þá í ljós að þetta var sprengiefnistunna úr tundurdufli frá stríðsárunum. 

Sprengjusérfræðingarnir fjarlægðu hvellhettu og forsprengju úr tunnunni og síðan var farið í land með hana og sprengiefnið tekið frá borði.  Nú um kl. 16:30 eru sprengjusérfræðingarnir að fara að eyða sprengiefninu í sandgryfjum milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.