Sjóræningjaskip á karfaslóð á Reykjaneshrygg

Föstudagur 27. maí 2005.

Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug út á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag.  Í eftirlitsfluginu sá áhöfnin 60 erlenda úthafskarfatogara að veiðum við 200 sjómílna lögsögumörkin suðvestur af Reykjanesi.  Af þessum 60 skipum voru 7 svokallaðir sjóræningjatogarar en það eru skip sem ekki eru með leyfi til veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar).

Á meðfylgjandi myndum sem áhöfn TF-SYN tók í dag má sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belize taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjaskipum. Um er að ræða skipið Okhotino sem skráð er í Dominika.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.