Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan björgunarsveitarmann frá Rifi til Reykjavíkur

Sunnudagur 1. maí 2005.

Neyðarlínan tilkynnti stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:11 að ungur maður hefði slasast á björgunarsveitaræfingu og gaf samband við lækni á Ólafsvík.  Hann óskaði eftir að maðurinn yrði sóttur með þyrlu.
 
Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 15:23 eftir að læknir í áhöfn þyrlunnar hafði fengið upplýsingar um ástand mannsins. TF-LIF fór í loftið kl. 15:41 og var komin til Rifs kl. 16:22.  Þar var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna ásamt aðstandanda. 

Ungi maðurinn hafði verið við æfingar úti á sjó með unglingasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Ólafsvík og fótbrotnaði er hann fékk bát yfir sig og lenti í skrúfunni á honum.
 
TF-LIF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:07.
 
Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.