Áhöfn TF-LIF flutti slasaða vélsleðakonu á sjúkrahús

Fimmtudagur 14. apríl 2005.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 20:43 og tilkynnti um að ung kona hefði slasast á vélsleða fyrir ofan Lyngdalsheiði.

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og var þyrlan komin í loftið kl. 21:10.  Er þyrlan kom á staðinn um fimmtán mínútum síðar kom í ljós að konan var fótbrotin.  Hún var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem þyrlan lenti kl. 22.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.